Jenny Saville og ljótleiki Evuklæðanna

87ae642a57d9c5b9ff658c033cd15e78The Mothers, 2011

Listmálarinn Jenny Saville hefur getið sér góðs orðs innan listheimsins en hún er fædd og uppalin í Cambridge á Englandi en lauk námi við Glasgow School of Art.

Myndverk Saville eru gríðarstór en núverandi einkennisstíll hennar er einhvers konar samruni ofurraunsæis og abstrakt expressjónisma. Eldri verk hennar eru undir áhrifum frá Lucian Freud þar sem raunsæið er allsráðandi ef ekki væri fyrir gríðarstóran strigann sem Saville hefur tekið ástfóstri við. Skynjun áhorfenda á verkunum byggist helst á því hvar í sýningarrýminu þeir eru staðsettir.

Nakið hold gegnir lykilhlutverki í listsköpun Saville en þar  dregur hún oft upp nektarmyndir af sjálfri sér á mjög ýktan hátt þar sem líkaminn hefur verið teygður og strektur, afmyndaður og jafnvel afskræmdur. Saville fremur eins konar helgispjöll á kvenmannslíkamanum þar sem hún dregur hann niður í forina í stað þess að lyfta honum upp á stall hreinleika og fegurðar líkt og karlkyns forverar hennar hafa gert síðan á tímum endurreisnarinnar. Líkaminn er langt frá því að vera heilagur í meðförum Saville. Hann er síbreytilegur, séður frá ólíkum sjónarhornum. Á tímum lýtalækninga þar sem fegrunaraðgerðir verða síalgengari er líkaminn ekki neitt annað en einhvers konar skrokkur – ekki ólíkt kjötskrokki sem hangir í frystihúsi. Blóð, fitufellingar, kvenmannssköp, áverkar – ljótleiki Evuklæðanna í óritskoðaðri mynd – er einkennisstefið.

Í samfélagi þar sem hinn fullkomni kvenmannslíkami er í hávegum hafður og notaður til þess að selja vörur, lífstíl, ímynd og jafnvel hamingju er áleitin listsköpun Saville sem ferskur mótvindur. Í verkum Saville endurspeglast togstreita raunverulegs lífs og draumkenndrar tálsýndar sem samtíminn otar í sífellu að okkur. „Ég vil vera listamálari samtímans og mála líkama samtímans.“

Sem ung stúlka heillaðist Saville af stórum líkömum og minnist þannig píanókennara síns: „Ég var heilluð af því hvernig brjóstin hennar tvö urðu að einu brjósti og hvernig feitur líkaminn hennar hreyfðist og hvernig fitukeppirnir héngu niður með upphandleggjum hennar.“ Saville telur að myndverk hennar feli í sér andstæður. Fólk laðist kannski að litanotkuninni á myndfletinum þegar það er nálægt verkinu en um leið og það sér verkið í fjarlægð finnist því myndefnið jafnvel ógeðfellt. Þannig togast á aðdáun og fyrirlitning.

jenny_saville_4
Plan, 1993

20140407104226_2jennysevilleprop7ftx6ftProp, 1993

largeReflective Flesh, 2002-2003

img-teh-big-picture_215100737218Bleach, 2008

jenny_saville_9Hybrid, 1997

tumblr_ms4zsmutyh1r1bfd7o1_1280Jenny Saville á vinnustofu sinni

 

 

 

Karrýgult barnaherbergi

Ég er ekki par hrifin af barnaherbergjum þar sem allir veggir eru málaðir í einum sterkum lit eða herbergjum þar sem teiknimyndafígúrur þekja veggina. Ég veit að fyrst og fremst á barnið að njóta þess að eyða stundum í herberginu en það er ekkert því til fyrirstöðu að bæði foreldrarnir og barnið njóti herbergisins til jafns. Haggi? Hér hefur karrýgulri málningu verið skvett á veggina á afar huggulegan hátt. Krúttlegri gerast barnahornin ekki. Búið er að smella lítilli fataslá undir trékassann. Lampabarnið er frá Lapin & Me og sparkbíllinn frá Magni Danish Toys. Veggplattinn kemur frá House of Rym.

 

SUUS-Okergoud-in-de-kinderkamer-Kleur-van-het-Jaar-www.ensuus.nl-DIY-kast-4

SUUS-Okergoud-in-de-kinderkamer-Kleur-van-het-Jaar-www.ensuus.nl-_1

SUUS-Okergoud-in-de-kinderkamer-Kleur-van-het-Jaar-www.ensuus.nl-DIY-kast-6

Jólaheimili úr ýmsum áttum

Nú þegar heimilið er komið í jólafötin er ekki leiðinlegt að skoða önnur jólaheimili og fá yfir sig jólaandann sem ríkir þar plús fullt af innblæstri og hugmyndum. Gleðileg jól!

02

03

05-1

05

06_klaver

07_iskrystaller_hama_perlerPerluð jólasnjókorn

10_kubusstagen

11

13_boernevaerelseJóladagatal og jólasokkur í barnaherberginu

MARJON24-740x1048

5-jpg

11-1Jóladagatal í grenigrein fyrir ofan rúmið

12

julekugler-ikea-hvid-NnPixyVLTg_LK71NWOIduw

46e1077650cc6186af6777a6f3803a3f

bo16645-18-jpg

bo16645-20-jpg

juletrae-bolig-jul-julie-lowenstein-rej3zb4QN04W3FV7dunntg

para la ventana poblado

vindueskarm-bolig-jul-julie-lowenstein-NqhBOXFjGl0XGQSuMRxwrg

petrabindel-interiors-945f8ee9_w1440Jólapakkar sem eru hluti af borðskreytingu

Drullufín (í)búð í New York

 

Witness Apartment er lífstílsverslun sem sérhæfir sig í sölu á hönnunarmunum. Þessi 2ja herbergja íbúð sem við sjáum hér er í raun konseptverslun þar sem fólk getur fengið hugmyndir af skipulagi og uppröðun fyrir heimilið. Á þriggja mánaða fresti er innanhússhönnuður, sem hefur ekki áður komið nálægt verkefninu, fenginn til þess að endurhugsa rýmið ásamt því að velja inn hönnun og list. Í þakíbúðinni, sem hefur yfir að búa frábært útsýni og óviðjafnanlega dagsbirtu, eru einnig haldin námskeið og boðið upp á útleigu vegna funda eða annarra viðburða.

Konseptverslanir í formi ‘alvöru heimila’ hafa aldeilis sótt í sig veðrið að undanförnu en hér finna umfjöllun um sambærilega verslun í Amsterdam.

Witness-APT3

 

Witness-APT4

 

Witness-APT2

 

witnessapt-2

 

witnessapt-3

Skoðaðu fleiri myndir af Witness Apartment á Instagram! 

Aðventukransar *dæs*

Einhvern veginn finnst mér að aðventukransar eigi að vera mjög einfaldir í uppsetningu. Ég er persónulega ekki mikið fyrir ofhlað eða íburðarmikið skraut. Það er hægt að gera svo margt sjálfur heima og það þarf ekki alltaf að kaupa nýjan krans eða nýtt í kransinn. Leyfum hugmyndarfluginu að leika lausum hala og finnum frekar eitthvað af handahófi og skellum saman. Best væri að fá börnin á heimilinu til þess að taka málin í sínar hendur því þá er víst að útkoman yrði sérlega frumleg. Í Skandinavíu er gróður úr garðinum oft notaður til þess að setja í kransinn og verður yfirbragð þeirra léttara og ‘ferskara’. Það er kannski ekki mikið í boði hér þegar allt er hvítt en þó er einfalt að sækja sér greinar af runnum og setja í vatn og innan viku munu þeir byrja að grænka. Fyrsti í aðventu er náttúrulega þegar yfirstaðinn en fyrir okkur skussana þá er það ekkert tiltökumál. Við leyfum þessum bara að malla einhvern veginn og kannski fæðist krans og kannski ekki.

07_Krus_adventskrans_boliglivBollar úr eldhússkápnum og klemmur úr þvottahúsinu

11Grá kerti finnst mér mjög falleg

Kokedama_advent_monsterscircus-854x1024Aðventukrans frá Monsterscircus. Höfundur bloggsins setur saman kransa úr lifandi gróðri og notar hér meðal annars þykkblöðunga í kransinn. Mjög frumlegt og kransarnir hafa allir yfir sér létt yfirbragð

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

static1.squarespaceStundum er einfalt best

aAðventukrans hinnar dönsku Dorthe Kvist

DIY-Bl-December-foto-og-styling-Dorthe-Kvist-Meltdesignstudio-1_thumbÞykkblöðungs- og grenikokteill

Supernem-adventskrans-Foto-og-styling-Dorthe-Kvist-Meltdesignstudio-2_thumbEinfaldur og sætur mandarínukrans

Doppóttur ævintýraheimur

Emma í Þýskalandi á þetta ævintýralega fallega herbergi. Þetta hlýtur að vera eitt best heppnaða barnaherbergi sem ég hef séð. Móðir Emmu hefur ákveðið að nota grátónaðan, ljósbláan lit til þess að forma veggina en þeir liggja örlítið undir súð. Þannig tekst henni að ramma litla hornið enn frekar inn og gera það að kósý afdrepi fyrir dóttur sína. Litla baststólinnn fann ráðagóða mamman á flóamarkaði og ég giska á að veggskápurinn og spegillinn séu líka húsgögn með sál. Borðið kostaði 5 evrur og spreyjaði mamman borðleggina bláa. PS skápurinn frá Ikea hentar vel undir barnaleikföngin. Hér koma saman ný og notuð húsgögn og útkoman er dásamleg.

 

IMG_3577

 

IMG_3578Stóllinn er ótrúlega sætur

IMG_3581

 

IMG_3584

 

IMG_3589

Fersk blóm í vasa hjá heimasætunni

IMG_3593-1

Gömul leikföng sem hafa glatt ófá hjörtu

IMG_3596-1

 

IMG_3602

 

IMG_3587
IMG_3590

 

IMG_3608-1

Okkurgulur

Já, þú ert að lesa rétt, okkurgulur er litur ársins árið 2016 samkvæmt Nordsjö. Sjáðu fyrir þér egypska eyðimörk síðla dags. Okkurgulur er jarðlitur með gylltum blæ. Hann tónar ótrúlega vel við marsala-litinn sem var valinn litur ársins af Pantone fyrir 2015.

Pantone-litur ársins er formlega kynntur til leiks í desembermánuði ár hvert. Sérfræðingum hvaðanæva úr heiminum er smalað saman á ónefndan stað í evrópskri borg tvisvar á ári þar sem við taka spekúleringar um tíðaranda, tískustrauma, þjóðfélagsástand. Við taka stíf fundarhöld er snúa að hinum eina rétta. Hver fulltrú kynnir sína tillögu og að lokum fara fram rökræður þar sem farið er yfir allar tilnefningarnar. Litur næsta árs hefur að öllum líkindum þegar verið ákveðinn síðastliðið vor. Hönnuðir og fólk sem starfar í geirum sem snúa að sjónrænni framsetningu hvers konar nýta sér litaspá Pantone og styðjast við hana þegar kemur t.d. að ákvörðun útlits á neysluvarningi ýmis konar. Þó að litur hvers árs sé aðeins einn eru fjölmargir aðrir litir og litatónar sem Pantone setur fram. Þannig er hægt að leika sér að því að para saman liti og skapa þannig alls kyns hughrif og stemningu. Hver ætli verði litur ársins samkvæmt Pantone?

CF16-CONTENTS_720x889

Litir sem tóna við okkurgulan

CF16-COTY-1_720x589

 

CF16-COTY-6_720x959

 

CF16-COTY-7_720x1080

 

CF16-COTY-10_720x1080

 

CF16-COTY-11_720x1080

 

CF16-COTY-13_720x959

 

image1

Marsala.. þín verður sárt saknað..

JOTUN_LADY_SS14_2846_Bordeaux_1

JOTUN_LADY_SS14_2846_Bordeaux_2

Hlýlegt og retró í Barcelona

Þessi fallega íbúð, sem er eflaust á besta stað í Barcelona, var nýlega tekin í gegn af Built architecture. Grunnskipulagi íbúðarinnar var haldið til haga og litið á ganginn sem eins konar miðpunkt íbúðarinnar þar sem allir eiginleikar hennar mætast. Þar var geymsluplássi snilldarlega komið fyrir sem nær fram eftir öllum ganginum og um leið allri íbúðinni. Geymslueiningin rúmar bókasafn íbúanna ásamt öllu því hafurtaski sem fylgir okkur mannfólkinu. Mósaíkgólfið er upprunalegt og var haldið eftir að mestum hluta. Eikin flæðir svo meðfram og tengist geymslueiningunni. Frábær lausn og fyrirtaks nýting á stórum gangi.

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-003-818x825Þegar gengið er inn

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-004-818x857Takið eftir lituðu glerjunum í gluggunum til hægri, ekta spænskt

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-005-818x1075Þessi mubla býr yfir ótrúlegu notagildi

img_8_1445971629_dbec0e63c3761023d3740f56412bc1d2Litlum bekk var komið fyrir á einni hlið mublunnar – eins konar forstofa við innganginn í íbúðina. Mósaíkgólfið er alveg ‘to die for’

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-006-818x771Borðstofan við hliðina á eldhúsinu

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-001-818x896Tvískipt eldhús þegar kemur að efnisnotkun, öðrum megin er má sjá geymslueininguna sem teygir sig alla leið í eldhúsið og hinum megin ríkir mínímalískur stíll þar sem eldhúsbekkurinn er klæddur marmara. Hér nýtur mósaíkgólfið sín einkar vel

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-007-818x939Mósaíkgólfin líkjast einna helst stórum gólfteppum hérna

built-architecture-ab-house-renovated-barcelona-designboom-002-818x936Vinnurými

 

img_9_1445971629_f068d7156b67bd708a17df3beeb65bdfSvefnherbergið og í bakgrunni glittir í baðherbergið

img_10_1445971629_e9359e5d7743f9d7fc1b6019c8b5b80b

 

 

 

x10 dönsk, rómantísk svefnherbergi

07_sovevaerelse

11_sovevaerelse

01_sovevaerelseRósótt rúmteppið kemur sérlega vel út í stílhreinu umhverfinu

09_sovevaerelse

11_Lunas_vaerelseFlott AC/DC plagat hangir fyrir ofan rúmið

1Fallegt bútasaumsteppi

9

11_sovevaerelse-2
08

Hér hefur svört málning verið notuð til að mynda höfðagafl. Takið eftir fallegu veggplöttunum sem sóma sér einkar vel fyrir ofan rúmið

15_sovevaerelse

 

Leðurpúðar frá AYTM

Get ímyndað mér að þessir verði meira og meira djúsí með aldrinum, „veðraðir“ og fínir eftir að hafa verið tuskað fram og tilbaka í stofunni. Klárlega ekki fyrir leðursófa – sem væri of mikið af því góða – en myndu sóma sér vel í hvaða tausófa sem er.

Aytm er dansk hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilisvörum. Meira frá þeim hér!

coria_leather_cushion_amber_471871-633coria_leather_cushion_grey_471871-10coria_leather_cushion_navy_471871-308coria_leather_cushion_pale_mint_471871-534

Colony-stóllinn frá Skrivo

Fallegur og eflaust þægilegur en svo fallegur að þægindin verða eiginlega bara að aukaatriði. Þessi hægindastóll kemur frá hönnunarfyrirtækinu Skrivo sem er með höfuðstöðvar á Ítalíu. Hann er fáanlegur í nokkrum litaafbrigðum og er samansettur úr gufubeygðum beykivið og reyr. Með honum fylgir pulla og púðar sem veita honum heimilislegt yfirbragð.
Basthúsgögn og þá helst baststólar hafa á undanförum árum aldeilis rutt sér til rúms aftur eftir góða pásu. Bast hefur verið notaður sem samnefnari fyrir tágar og reyr eða önnur náttúruleg efni sem hafa verið notuð í vefnað í húsgagnahönnun. Þessi efnisnotkun var einkar vinsæl meðal danskra húsgagnahönnuða á sjötta áratugnum.

4-colony-armchair-by-skrivo-for-miniformscolony_skrivo_9colony_skrivo_10colony_skrivo_11Colony-armchair-by-Skrivo-mixes-steam-bent-wood-and-rattan_dezeen_7poltroncina-colony2-b

31ebcc2152201ef9b9de97dc94c02983

2-colony-armchair-by-skrivo-for-miniforms

Að mála með skærum

Henri Matisse er hvað þekktastur fyrir að vera einn forvígismanna listastefnunnar fávisma. Myndfletir öðluðust nýtt líf með óhaminni litatjáningu og expressjónískum pensilstrokum. Á 5. áratugnum var Matisse orðinn gamall maður og hafði verið greindur með krabbamein og því rúmliggjandi en enn uppfullur af sköpunarkrafti. Hann fékk konuna sína Lydiu til þess að færa sér skæri og stórar pappírsarkir og hóf nýtt skeið á ferli sínum þar sem hann klppti út form og lagði svo saman á flöt.

Klippimyndir Matisse bjuggu yfir eiginleikum málverks, skúlptúrs og teikningar. Myndverkin voru mörg hver gríðarstór að umfangi og tóku yfir heilu veggina, þykkur og ýfður pappírirnn vakti upp þrívíddartilfinningu og línan sem Matisse í raun klippti út í stað þess að draga á blað var óvenju lipur og lifandi.

„Mér líður eins og myndhöggvara þegar ég sker í lit,“ lét Matisse hafa eftir sér en um leið og hann skar sér leið inn í pappírinn var ekki aftur snúið.

Þrátt fyrir að glíma við erfið veikindi og vera bundinn hjólastól lét Matisse ekki deigan síga heldur hóf hann nýtt skeið innan ferils síns og hefur enn í dag ótrúlega mikið vægi og áhrif þegar kemur að list og hönnun.

matissethesheaf

jazz-by-henri-matisse2

pntng217

matisse_2900039b id_010new_1

20141010-MATISSE-slide-RMMB-jumbo  072_1-1 050rt_1 artnet-galleries-poster-show-by-henri-matisse-from-donna-leatherman-llc-1364766971_b cut-outs henri-matisse-jazz-1 henri-matisse-le-cirque

MAT14

MAT14

Tristess du Roi (Sorrow of the King), 1952 whitealga zoom_1418768295_joup@2x zulma

Kíktu líka á frábæra heimildamynd um Henri Matisse frá BBC

Kaffihús a la Wes Anderson

Kvikmyndir leikstjórans Wes Anderson eru þekktar fyrir algjöra sérstöðu er kemur að búningahönnun og leikmynd. Kvikmyndir hans eru allar hluti af einstakri sjónrænni veröld sem einkennist af sérstakri litanotkun, retró og vintage bræðingi. The Life Aquatic, The Royal Tenenbaums og The Darjeeling Limited ert meðal þekktustu kvikmynda Wes Andersen. Nú hefur leikstjórinn hannað sinn eigið kaffihús, Bar Luce, í Mílanó en staðurinn opnaði í maí síðastliðinn. Kaffihúsið er hluti af lista- og menningarmiðstöðinni Fondazione Prada. Wes Anderson er ekki í vafa um að staðurinn myndi sóma sér vel sem leikmynd en þó er hann sannfærður um að kaffihúsið sé hinn fullkomni staður til að skrifa kvikmyndahandrit. „Ég reyndi að búa til stað þar sem ég myndi persónulega vilja eyða seinnipörtunum mínum.“

main.original.640x0c
main.original.640x0c-2 main.original.640x0c-3 main.original.640x0c-4 main.original.640x0c-5
Screen Shot 2015-11-03 at 17.33.34 Screen Shot 2015-11-03 at 17.33.50 Screen Shot 2015-11-03 at 17.34.03 Screen Shot 2015-11-03 at 17.40.07 Screen Shot 2015-11-03 at 17.41.13
Screen Shot 2015-11-03 at 17.41.38 Screen Shot 2015-11-03 at 17.41.53 Screen Shot 2015-11-03 at 17.42.30 Screen Shot 2015-11-03 at 17.42.39 Screen Shot 2015-11-03 at 17.43.00 Screen Shot 2015-11-03 at 17.43.19 Screen Shot 2015-11-03 at 17.43.34 Screen Shot 2015-11-03 at 17.44.00 Screen Shot 2015-11-03 at 17.44.10 Screen Shot 2015-11-03 at 17.44.39 Screen Shot 2015-11-03 at 17.46.14 Screen Shot 2015-11-03 at 18.00.29 Screen Shot 2015-11-03 at 18.00.41

Leikstjórinn knái með Mendl’s kökukassa sem skipuðu stóra rullu í The Grand Budapest Hotel

Marsala

Marsala er litur ársins 2015 en er farinn að kikka inn af alvöru nú þegar haustar og skyldi engan furða þar sem hann tónar sérstaklega vel við dempaðri jarðliti. Hann er mjúkur, hlýr og exótískur á sama tíma. Hér má sjá íbúð Trine Wackerhausen en finna má innlitið í septemberhefti danska tímaritsins Bolig magasinet. Skoðaðu restina af íbúðinni hér.


trine-wackerhausen-sovevaerelse-ejBo7pub-t4FeuNyUaR9WA

trine-wackerhausen-maison-martin-margielas-ARkZytoD9aQare6tFdyniA

Marsala_wallpaper_Pantone_Color_of_the_Year_2015-2048x1536 (1)

Geómetrískir veggspeglar

Þessir fallegu speglar koma frá danska merkinu Design by us og minna óneitanlega á fiftís tekkspegla sem í dag þykja hinar mestu gersemar. Ego speglana, eins og þeir eru kallaðir, er hægt að hengja upp á ótal vegu með áfastri leðursnúru sem má finna á bakhliðinni. Ramminn er úr eik. Ego speglarnir eru fáanlegir hér á landi í vefversluninni Snúrunni.

DES020101_a-562x423

DES020101_b-562x423

DES020101_c-562x423

DES020101_d-562x423

forside-EGO-Test-1

Jökulkerti

Hvað er meira við hæfi en kerti í formi jökla nú þegar þeir eru allir að bráðna vegna loftslagsbreytinga? Jöklarnir koma frá hönnunarteyminu Studio Brynjar & Veronika en vörurnar eru seldar í Sparki, hönnunargallerí. Það er eiginlega möst að hafa speglaplatta undir kertunum þannig að þeir virðist fljóta um í Norður-Íshafi. Hönnuður kertanna, Brynjar Sigurðarson, vill gjarnan fá fólk til þess að vera meðvitaðra um umhverfismál og hannar heimilismuni með það í huga.
271289_2_800

271289_3_800

271289_4_800

271289_5_800

the-glacier-project

Play the edge mottur

Merkið Play the edge samanstendur af teppum og mottum sem ofnar eru í grafískum stíl. Motturnar eru sérlega kræsilegar þar sem þær eru óreglulegar í laginu. Grafískt útlitið og formið hentar vel til þess að hrista upp í hvaða rými sem er. Play the edge veltir upp spurningunni um form og e.t.v. hvar við stöndum þegar kemur að okkar nánasta umhverfi. Þegar betur er að gáð erum við kannski mun ferkantaðri í hugsun en við höldum að við séum.
getimage

play-the-edge-brilliant-rug-gra-hvid-sort


play-the-edge-brilliant-rug-gra-hvid-sort-1 play-the-edge-brilliant-rug-turkis-lime-sort-1

 play-the-edge-brilliant-rug-rosa-blomme-gylden

play-the-edge-gemstone-rug-beige-lime-rosa

play-the-edge-gemstone-rug-beige-lime-rosa-3

play-the-edge-gemstone-rug-beige-lime-rosa-1
play-the-edge-gemstone-rug-gra-hvid

getimage-1

FKA Twigs er með á nótunum

FKA Twigs er meira og annað en bara fallegt andlit. Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul hefur hún hefur starfað innan tónlistarbransans í um tíu ár. Hún þykir mjög sérkennileg og er það helst af öllu útlit hennar sem kemur fólki í opna skjöldu. Raunverulegt nafn FKA Twigs er Tahliah Debrett Barnett en hún er fædd í Gloucestershire, Englandi. Faðir hennar er jamaískur en móðir af ensku og spænsku bergi brotin.

„Ég held að yfirhöfuð skilji fólk alveg hvert ég er að fara með tónlist minni. Mér finnst ég finna fyrir miklum meðbyr. En eftir því sem ég verð þekktari og kannski vinsælli kemur óhjákvæmilega að því að fólk stígi fram sem fílar mig ekki og skilur hvorki upp né niður í listsköpun minni. Sumir eiga aldrei eftir að skilja mig og ég geri alls ekki ráð fyrir því að allir skilji mig – ég vil ekki fá neinn til þess að skilja mig. Mér líður bara eins og að ef allir áttuðu sig á mér þá fyrst væri ég að gera eitthvað rangt.“

fka-twigs-january-2015-1

Ég hef æft dans frá því að ég var átta ára. Ég æfði ballett, steppdans og nútímadans og gjörsamlega gekk fram af sjálfri mér sem barn. Þegar ég svo kom fram sem dansari í einhverju tónlistarmyndbandi þá var viðmótið einhvern veginn á þessa leið: „Farðu í þessar stuttbuxur,“ „Stattu hér,“ „Vertu sæt,“„Nuddaðu þér upp við fótinn á rapparanum“. Mér fannst alveg glatað að hafa eytt tíu árum í dansnám fyrir eitthvað svona.

nhung-dieu-can-luu-y-truoc-khi-bam-khuyen

Þar sem Twigs er af blönduðum uppruna hefur hún alltaf upplifað sig sem einhvers konar utanaðkomandi í bresku samfélagi. Sem barn gekk hún í skóla þar sem meirihluti nemenda var hvítur. Hún átti erfitt með að hafa hemil á hárinu sínu og kunni hreinlega ekki á það:

„Ég man þegar ég var eitthvað um 13 ára. Ég fór til London og var í neðanjarðarlestinni og rak augun í stelpu sem var með mjög fallegt hár. Hún leit út fyrir að vera af blönduðum uppruna. Ég spurði hana hvað hún gerði við hárið á sér til þess að ná því svona fallegu. Hún sagði mér að ég þyrfti að nota hárnæringu og olíu í það og bara vera með það laust við sérstök tilefni. Ég keypti mér kókosolíu og setti upp tvær fléttur og var mjög ánægð með útkomuna. Þegar maður er kominn á unglingsárin skiptir útlitið sífellt meira máli. Og það kemur hégóma ekki neitt við. Meira að maður er að eldast og maður vill verða sjálfstæður og koma vel fyrir – vera vel tilhafður.“

Twigs skundaði þvínæst í sögutíma og besta vinkona hennar snéri sér að henni í skólastofunni og sagði: „Oj bara, hárið á þér er ógeðslega fitugt!“

„Þetta særði mig rosalega mikið. Þetta var allt saman mjög erfitt því ég passaði einfaldlega ekki inn í hópinn. Þegar ég var 12 ára var gert grín að mér því að ég var með yfirvaraskegg. En ég er fyrir löngu búin að sættast við þetta. Þetta er eiginlega bara fyndið. Þegar maður verður eldri nær maður einhvern veginn meiri jarðtengingu. Ég hugsaði alltaf um Neneh Cherry í þessu samhengi. Ég meina, hún er með yfirvaraskegg! Mér finnst það ótrúlega krúttlegt. Ég sé hlutina í öðru ljósi núna. Þegar maður er unglingur þá er allt svo erfitt.“

FKA-Twigs-Dazed-Digital

fka-twigs-014

FKA-5_Inez-Vinoodh_Dazed-and-Confused

Twigs grét þegar hún horfði á sjálfa sig í spegli sem unglingur.

„Mér leið ekki vel í eigin skinni. Hálfa ævi mína hefur fólk gónt á mig vegna þess að þeim hefur fundist ég vera skringileg og ljót. Hinn helminginn hefur fólk glápt á mig vegna þess að þeim finnst ég vera heillandi. Þetta er kannski mjög lýsandi dæmi um hvað samfélagið er brenglað.“

1075632

„Það eina sem ég veit er að það er ekki hægt að þóknast öllum. Sumum mun aldrei finnast þú vera sæt. Ég veit að ég er ekki fallegasta stelpan í heiminum – ég er það bara ekki og verð það aldrei og það er ekkert sem ég get gert í því! Ég er lítil, það er of mikið bil á milli augna minna og ég er með skrýtnar framtennur. Fyrst þegar ég kom til Bandaríkjanna vildi þáverandi umboðsmaðurinn minn fá mig til þess að laga á mér tennurnar. Ég var byrjuð í einhverri svaka meðferð þegar mér snerist hugur og hugsaði:

„Hvað í fjandanum er ég að spá? Þetta er skelfileg, hræðileg hugmynd“. Ég vil bara vera ég sjálf og að vera maður sjálfur er ekkert svo erfitt. Maður þarf bara að hætta að velta sér upp úr Instagram vegna þess að Instagram er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum er enginn ljósmyndari á staðnum og ekkert fótósjopp.“

FKA_twigs_Jamie-James_Medina

Twigs finnst mikilvægast að ráða yfir sjálfri sér og sinni listrænu sköpun. Hún semur tónlistina sína sjálf og pródúserar hana og leikstýrir líka tónlistarmyndböndum sínum.

„Fyrir mér er það frelsi að geta gert allt þetta sjálf. Þannig líður mér eins og ég sé kona – að ég sé orðin fullorðin. Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að læra inn á öll þessi tæki og tól en það hefur margborgað sig því að ég er öruggari með sjálfa mig og tónlistina mína. Ef ég vil koma fram nakin í myndböndunum mínum þá er það alfarið mín ákvörðun og á mínum forsendum.“

 

Superfront <3 Ikea

Sænska fyrirtækið Superfront sérhæfir sig í aukahlutum sem passa á vörur húsgagnarisans Ikea. Útskornar skápahurðir, litríkir fætur og flottar höldur eru meðal þess sem þeir framleiða. Þessar flottu viðbætur setja örlítið meiri karakter á fjöldaframleiddar og ósamsettar mublurnar sem Íslendingar sem og aðrir hreinlega elska. Metod, Faktum, Bestå og Pax eru meðal þeirra vörulína sem Superfront viðbæturnar passa á.

8fbfcb79393672a663e48aa73ff9f28f 51bd7151d9127e24fc001ce9._w.540_s.fit_

Pax_Wardrobe_Big_fish_Superfront_Circus_pulls_2

SUPERFRONT_till_Ikea_stommar_k_k_garderober_sideboars

superfront_ko_ksluckor_till_ikea_01
superfront5 10313599_769512459739885_6483919405046418287_n

Nokkrar týpur af fótum eru í boði bæði á rúm og húsgögn frá Ikea

Superfront-leg-Ikea-beds_1_ (1)

10985567_984591174898678_9021429748457085480_n

Höldur, skápaframhliðar og marmaraborðplata frá Superfront

superfront_for_ikea_gallery_0331_2

11110903_987854371239025_2689943478314512384_o-1

Leðurhöldurnar koma einstaklega vel út

superfront_handle_loop_black_leather_copper

11391517_992584437432685_5885893944646413154_n
11796262_1015930058431456_1029923992707690495_n 11908891_1028461883844940_8225715378752783722_o 11937042_1028461877178274_1948181809088951342_o

Munstur og nóg af því. Sökkullinn er líka fáanlegur frá Superfront

superfront___

Skoðaðu heimasíðu Superfront hér!


















Bikiní-eyjan frá Moroso

Þessi skemmtilega mubla, eða öllu heldur samansafn af mublum frá Moroso, býr yfir þeim eiginleikum að hægt er að stafla þeim saman á ólíka vegu. Markmiðið er samt alltaf það sama; að leggja áherslu á mannleg samskipti. Hönnuður ‘Bikiní-eyjunnar’, Werner Aisslinger, nefnir í þessu samhengi að mublan sé eins konar óður til lífs án sjónvarps þar sem sjónvarpið sé yfirleitt miðpunktur rýmisins, hvort sem um ræðir stofur eða biðstofur – að ekki sé minnst á sjónvarpsherbergin! Sjónvarpið gegnir ekki lengur aðalhlutverki heldur fólkið sjálft sem dvelur í rýminu. Hvort tími sjónvarpsins sé liðinn eða ekki má með sanni segja að líf án sjónvarps sé fýsilegur kostur. Hver þarf svosem sjónvarp þegar hann er umvafinn fallegri hönnun sem þessari? Bikiní-eyjan er eins og lítið samfélag skipbrotsmanna sem hafa þurft að gera sér heimili á viðarplanka sem rekur um hafið. Og þar er lífið skrambi gott.

 

WA_Bikini Island 2

WA_Bikini-Island-2-zenith WA_Bikini Island 5 WA_Bikini Island 6

WA_Bikini island 1werner-aisslinger-aw-designer-of-the-year-2014-passagen-imm-cologne-designboom-04 werner-aisslinger-moroso-designboom03

 FS9T9147

FS9T9238

 

 

 

 

 

 

Stúss með túss

Matardiskar eru til margs brúks. Og þeir geta einnig sómað sér vel upp á vegg! Hér er að finna ótrúlega skemmtilegt diy frá Bolig Magasinet þar sem hvítir diskar fá yfirhalningu með hjálp tússpenna. En ekki bara hvaða tússpenna sem er, heldur svokölluðum postulínpenna sem á að vera fáanlegur í helstu ritfanga- og föndurverslunum. Þegar verkinu er lokið þarf að leyfa leirtauinu að hitna við 160° í um 90 mínútur í bakaraofninum. Og þá er hægt að setjast að snæðingi eða dást að afrakstrinum þar sem hann hangir uppi á vegg.

Linkur á vídjó frá Bolig Magasinet hér!
Screen Shot 2015-07-28 at 22.00.24
Screen Shot 2015-07-28 at 22.00.44 Screen Shot 2015-07-28 at 22.00.48 Screen Shot 2015-07-28 at 22.01.09
Screen Shot 2015-07-28 at 22.01.20

Sérkennilegt eldhús í Rotterdam

Í þessu litríka eldhúsi mætast 6. og 9. áratugurinn í afar einkennilegri blöndu. Gólfefnið er mjög næntís, lagt glerjuðum flísum á meðan að innréttingarnar, sem eru meðan annars úr pólskum krossvið, eru dæmigerðar fyrir eldhús 6. áratugarins. Ein skápahurðin er úr götuðum málmi sem er farinn að sækja í sig veðrið innanhúss en fjölmargar húsgagnalínur eru nú úr þeim efnivið. Sérkennilegur samruni stíla plús leikur að litum sem gengur samt upp!

IF

IF

Gatahurðin sómir sér vel innan um viðinn sem er ýmist sprautulakkaður eða haldið í uprrunalegri mynd

IF

Gólfið góða sem tæki undirritaða tíma til að venjast

IF

IF

Fallegar tekk-skápahöldur

IF  IF IF IF

Þolir ekki að vera kölluð tískudrós

Iris Apfel vill ekki kannast við þá glansmynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af henni sem tískudrós. Enda segist hún flestalla daga klæðast venjulegum gallabuxum og myndi ómögulega nenna að hafa sig til á hverjum degi. Fyrstu gallabuxurnar keypti Iris á fimmta áratugnum en afgreiðslumaðurinn í versluninni neitaði í fyrstu að selja Iris buxurnar vegna þess að hún var kona.

Þegar Iris var að feta sín fyrstu spor í tískubransanum vatt sér kona ein upp að henni og sagði: „Þú ert ekki falleg, og verður aldrei falleg en það skiptir ekki máli því að þú hefur svolítið sem er miklu mikilvægara. Þú hefur stíl.“

iris02_0

Iris hefur alla tíð verið sinn eigin herra. Hún hefur lagt áherslu á frelsi, ferðalög og starfsframa í stað þess að vera bundin heimilinu og að sinna barnauppeldi. Þrátt fyrir það vill Iris ekki kenna sig við femínisma:

„Guð, nei! Ég er enginn femínisti. Svona hagaði ég bara lífi mínu. Mér fannst ég aldrei mæta neinni mótspyrnu vegna kyns míns. Hvernig ég hef ákveðið að lifa mínu lífi og þeir hlutir sem ég trúi á hefur ekkert með einhverjar reglur eða hugmyndafræði að gera. Ef femínistum líður eins og mér þá er það bara flott.“

Iris segir að ekkert sem viðkemur stíl hennar sé úthugsað, hún treysti einfaldlega á innsæið og ef það virkar, þá virkar það annars ekki. Aðdragandinn og ferlið sjálft veitir henni meiri ánægju en útkoman. Það eru engar reglur sem gilda þegar kemur að tísku og trúi fólk á slíkt séu reglurnar einungis til að brjóta þær.

iris

Eitt af því sem Iris tekur eftir sé litið á tískuna í dag er einsleitnin.

„Fólk klæðist einkennisbúningum. Kannski er það bara af því að það er meira fólk á ferli núna úti á götu en áður fyrr, en mér finnst einsleitnin vera allsráðandi. Þegar ég er í New York get ég nokkurn veginn séð á fólki hvaða póstnúmeri það tilheyrir. Það virðist vera sem að allir leitist eftir að falla í hópinn. Ég velti því fyrir mér hvort að allir séu bara á lyklaborðinu allan daginn, fastir á internetinu. Það er krefjandi að vera einstaklingur. Flestir eru of latir og það er líka allt í lagi! Ég meina, það er margt mikilvægara í lífinu en tíska. Ef að tískuvitund er eitthvað sem er ekki innbyggt í þig slepptu því þá að eltast við hana. Það sem skiptir mestu máli er að líða vel í eigin skinni. Mér finnst samt sem áður að fólk sé af missa af heilmiklu þegar það pælir ekkert í tísku. Það fer á mis við þá skapandi upplifun sem tíska getur veitt manni. Þegar þú klæðir þig ekki eins og allir aðrir þá þarftu ekki að hugsa eins og allir aðrir“

Iris Apfel

Iris Apfel er fædd 1921 og verður því 94 ára á árinu. Nýverið var heimildamyndin Iris frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York en um leikstjórn sá Albert Maysles sem lést á árinu.

Lu flux

Merkið Lu flux samanstendur af handprjónuðum barnafatnaði frá Englandi. Hver flík er gerð úr mörgum prjónabútum sem eru settir saman og engin þeirra er nákvæmlega eins. Útkoman er sannkallað sjónarspil. Litríkar flíkur fyrir litríka krakka!

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_KEIRA_GUMMY_TROUSERS_11

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_KEIRA_GUMMY_TROUSERS_21

LU_FLUX_MILK_TEETH_GUMMY_BACK_BRACES

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_WULFIE_GUMMY_TROUSERS_11

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_WULFIE_GUMMY_TROUSERS_31

LU_FLUX_MILK_TEETH_DECIDUOUS_BACK

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_DECIDUOUS_CARDIGAN_GUMMY_TROUSERS_31

LU_FLUX_MILK_TEETH_DECIDUOUS_FRONT

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_CHOMPER_CARDIGAN_TOOTH_ROMPER_1

LU_FLUX_MILK_TEETH_FLOSSY_BACK_BRACES

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_FLOSSY_SKIRT_11

LU_FLUX_MILK_TEETH_TOOTH_BACK_BRACESLU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_TOOTH_ROMPER_CHOPPER_SOCKS_21

LU_FLUX_MILK_TEETH_TUSK_LEFT

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_MOLAR_HELMET_1

LU_FLUX_A_MOUTHFUL_OF_MILK_TEETH_DECIDUOUS_CARDIGAN_GUMMY_TROUSERS_1

Heimasíða Lu flux

Krúttleg fánalengja frá Meri meri

Þessi krúttlega bókstafalengja kemur frá fyrirtækinu Meri meri. Nokkrar týpur eru til af hverjum bókstaf. Fánarnir og snúrurnar til þess að hengja þá upp eru úr bómull. Fyrirtaks skraut í barnaherbergið eða bara flott tækifærisskraut – allavegana eitthvað til þess að lífga upp á heimilið! Fæst í Hrím eldhús.

get

132089_reta1_grande  Thumbnail_retl199d1 Thumbnail_reta2

get-1

alpahabet_bunting_2

Fabric Letter Bunting 6 Symbol

Loftið – Amsterdam

Hollenska lífstílsverslunin The Loft er vefverslun sem selur húsgögn, húsmuni og allt það sem mögulega er hægt að finna á hefðbundnu eða óhefðbundnu heimili. Verslunin státar af glæsilegum sýningarsal sem er að finna í hjarta Amsterdam við Prinsengracht, sem er eitt af þremur stærstu síkjunum sem rennur í gegnum borgina. Hugsunin á bakvið sýningarsalinn er að geta notið fallegrar hönnunar, sem raðað er saman af fágun og kostgæfni eins og um raunverulegt heimili sé að ræða, og fá þannig tilfinningu fyrir ýmsum nýstárlegum hugmyndum. Sýningarsalinn, eða íbúðina öllu heldur, er að finna á 5. hæð í byggingu sem kennd er við Cristofori. Þar sem áður voru tónleikasalir er nú eins konar félagsmiðstöð sem gengur undir nafninu The Playing Circle. Þar getur fólk hist og fundað í ólíkum fundarherbergjum, gætt sér á veitingum og fest kaup á fallegri hönnunarvöru. Lagt er upp úr að fundarsalirnir séu heimilislegir þar sem fólk getur slakað á í notalegu umhverfi en húsgögnin í fundarsölunum er einnig hægt að kaupa. Vörurnar eru vandaðar, úr náttúrulegum efnum í hæsta gæðaflokki og verðið er eftir því.

TheLoftII_PhotoCredits_AicoLind-7-1

TheLoftII_PhotoCredits_AicoLind-6

TheLoftII_PhotoCredits_AicoLind-4

TheLoftII_PhotoCredits_AicoLind-3Skemmtileg samsuða af hlutum úr ólíkum áttum

PO-presents-The-Loft-1423.19985-L

PO-presents-The-Loft-1423.19987-L

PO-presents-The-Loft-1423.19993-L

PO-presents-The-Loft-1423.19995-L

 

PO-presents-The-Loft-1423.19838-L

 

PO-presents-The-Loft-1423.19835-L

 

FO-002-01-main-540x540

Ullarmotta

entertheloft-609-detail-540x540

Viðarkassi með marmaraloki

entertheloft-165-detail-540x540

Vinnulampi

CARGO-Distressed-Leather-540x540

 

 

Hægindastóll úr meðhöndluðu leðri

entertheloft-024-detail-540x540

Pennabox úr pappamassa

entertheloft-065-detail-540x540

Sólgleraugu

prins08-800x500

Einn fundarsalanna

Heimasíða The Playing Circle 

Heimasíða The Loft

 

Richard Avedon

Ameríski ljósmyndarinn Richard Avedon er einn af forkólfum tískuljósmyndunar. Avedon var ráðinn sem listrænn stjórnandi ameríska tímaritsins Harper’s Bazaar í kringum 1946 og leitaðist eftir því að ná fram tilfinningu, gleði og kæruleysi úr fyrirsætunum í stað þess að einblína á vélrænar og formlegar uppstillingar. Hann skilur eftir sig ógrynni af forsíðumyndum bæði fyrir Harper’s Bazaar sem og Vogue en þar hóf hann störf sem aðalljósmyndari og listrænn stjórnandi árið 1966 og starfaði þar í meira en tuttugu ár. Avedon varð fyrstur til þess að færa tískuljósmyndunina úr stúdíóinu og út á götu sem áður var óþekkt. Þar náði hann að fanga nútímakonuna við leik og störf. Konan var dregin upp sem virkur þátttakandi í samfélaginu; valhoppandi á gangstéttinni, rennandi sér á hjólaskautum eða hangandi á næturklúbbum. Þegar kom að portrettmyndum leitaðist Avedon eftir því að fanga persónuleika viðfangsefnisins og beitti þar ef til vill svolítið umdeildri aðferð þar sem hann spurði fólk áleitinna spurninga til þess að hrista upp í tilfinningum þess. Avedon vildi ná fram ósviknum viðbrögðum. Avedon varð gerður ódauðlegur í kvikmyndinni Funny Face frá árinu 1959 þar sem Fred Astaire fór með hlutverk hans sem Dick Avery. Þar stillti hann fram spurningunni: Hvað er rangt við það að einblína á stelpur sem búa yfir persónuleika, skapgerð og gáfum?

Avedon lést árið 2004 en rétt áður náði hann þó smella einni mynd af Björk ‘okkar’ Guðmundsdóttur.

65_dovima-theredlist

88cc3e02f1081be19c77cfbf0af5e949

001-audrey-hepburn-theredlistAudrey Hepburn var músa Avedon en hann dáði hana og dýrkaði

bazaar557cover5wp

Harper's Bazaar January 1951-18vogue-1967-twiggy-photo-richard-avedon-by-diana-vreelandBreska ofurfyrirsætan Twiggy

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Konur á djamminu

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Undir berum himni

Free Magazine Download. PDF Magazines Latest and Back Issues. Magazines for All

Twiggy
032-barbara-streisand-theredlist

Barbra Streisand

tumblr_m15btjWRwp1qbeumgo1_1280

Mia Farrow

tumblr_mseyymYfuX1qj0zf0o1_1280

Mia Farrow

ca6e4aceb63e5eca02d0bef3458b382e

Mia Farrow

026-richard-avedon-theredlist

Isabella Rosselini64Brigitte Bardot

andy-warhol-artist-with-jay-johnson-and-candy-darling-actors-new-york-august-20-1969-webAndy Warhole

Scan_80, 3/1/13, 10:38 AM,  8C, 5992x7808 (0+136), 100%, Custom,  1/40 s, R64.5, G33.4, B46.8

Elizabeth Taylor

Marilyn Monroe

avedon6

Björk




x5 speglaveggir

Margir bíta það í sig að byrja að safna einhverjum hlutum. Sumir safna hnöttum, aðrir múmínbollum og svo má áfram telja. Að safna speglum er ekki svo vitlaust en speglasafnið getur komið vel út á veggjum saman í einni þyrpingu. Lesa meira

Nú er það grátt!

Grár er mjög heitur um þessar mundir og getur gert mikið fyrir heimili sé hann notaður rétt. Grár getur gert ótrúlega mikið fyrir veggina og sé stuðst við ljósari tóna getur hann opnað rýmið enn meir. Lesa meira